top of page

Dómkirkjan

 

Dómkirkjan í Reykjavík var vígð árið 1796 og var fyrsta byggingin sem reist var sérstaklega með tilliti til þess að Reykjavík skyldi verða höfuðstaður landsins. Tæpri öld síðar var svo Alþingishúsið reist þétt við kirkjuna. Síðar hafa þessi tvö hús myndað heild í hugum landsmanna og táknað órofa samhengi laga og siðar í landinu. Dómkirkjan hefur verið vettvangur stórra atburða í lífi íslensku þjóðarinnar, einstaklinga, fjölskyldna, samfélags. Við þingsetningar ganga alþingismenn til Dómkirkjunnar og hlýða á guðsþjónustu og eins við embættistöku forseta Íslands.  Dómkirkjan er kirkja biskups Íslands, þar sem hann vinnur flest embættisverk sín. Umfram allt er Dómkirkjan þó sóknarkirkja, fyrst allra Reykvíkinga en nú gamla Vesturbæjarins og næstu hverfa til austurs.

Byggingarsagan
 
Árið 1784 var ákveðið að Skálholtsbiskup og skóli skyldi flutt til Reykjavíkur. Varð þá gamla sóknarkirkjan sem staðið hafði frá upphafi kristni í gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti, dómkirkja.  Þrem árum síðar hófst bygging núverandi dómkirkju. Hún var byggð eftir teikningum A. Kirkerups.
bottom of page